Afhending og vöruskil

Ferli pöntunar

Þegar gengið er frá pöntun í vefverslunni okkar er hún afgreidd innan tveggja virkra daga. Pöntunin ætti að berast að jafnaði 3-5 virkum dögum eftir að pöntun hefur verið framkvæmd. Það getur komið fyrir að varan er ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundis ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkunum af völdum póstþjónustunnar.

Sendingarmáti og sendingarkostnaður

Tímabundið er enginn sendingarkostnaður þegar pantað er. Ef senda á pöntun innan höfuðborgarsvæðisins er varan afhent upp að dyrum. Eigi pöntunin að fara á stað utan höfuðborgarsvæðisins þá er varan send með Póstinum á næsta pósthús. 

Við bjóðum líka upp á að sækja vörurnar í búðina okkar að Skólavörðustíg 43, 101 Reykjavík. 

Senda pöntun til útlanda

Hægt er að senda pöntunina til annarra landa en Íslands, sé þess óskað. Í flestum tilfellum verða vörurnar sendar frá vöruhúsinu okkar í Bretlandi eða í Bandaríkjunum. Það þýðir að ef senda á vörurnar innan Evrópusambandsins eða Bandaríkjana munu engir aukalegir tollar eða gjöld að bætast við pöntunina. Vinsamlegast athugaðu að ef senda á vörurnar utan Evrópusambandsins eða Bandaríkjana þá gætu tollar og önnur gjöld verið rukkuð við komu vörunnar inn í viðkomandi land. Tulipop greiðir ekki þessi gjöld. Vinsamlegast skoðaðu sendingarskilmála fyrir hverja staðsetningu hér að neðan. 

Bretland

  • Engin sendingarkostnaður ef keypt er fyrir 9.000 kr. eða meira.
  • Ef keypt er fyrir minna en 9.000 kr. þá er sendingarkostnaðurinn 900 kr. fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
  • Hraðsending kostar 1.500 kr. og sendingartíminn er 2-5 virkir dagar.

Lönd innan Evrópusambandsins

  • Engin sendingarkostnaður ef keypt er fyrir 9.000 kr. eða meira.
  • Ef keypt er fyrir minna en 9.000 kr. þá er sendingarkostnaðurinn 1.000 kr. fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
  • Hraðsending kostar 2.000 kr. og sendingartíminn er 2-5 virkir dagar.

Lönd utan Evrópusambandsins

  • Sendingarkostnaðurinn er 2.000 kr fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
  • Hraðsending kostar 4.000 kr og sendingartíminn er 3-5 virkir dagar.

Sendingarnúmer birtist inn á "þínu svæði" um leið og sendingin hefur verið skráð í ferli hjá póstþjónustunni. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkun af völdum póstþjónustunnar.

 

Vöruskilmálar

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru, gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Við bjóðum upp á fulla endurgreiðslu á skiluðum vörum.

Vörur sem keyptar eru á útsölu eða á sérstöku tilboði fæst hvorki skilað né skipt.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og viðskiptavinur sér sjálfur um að koma vörunni tilbaka til okkar, hvort sem hún er send til okkar eða komið er með hana til okkar.

Vöruskil skal senda á:                             

Tulipop
Skólavörðustíg 43
101 Reykjavík

 

Haldið uppá sendingarnúmer og kvittanir sem sönnun þess að hafa sent vöruna til baka.

Endurgreiðsla verður framkvæmd þegar við fáum vöruna til baka, þangað til er varan á ábyrgð viðskiptavinar.

Gölluð vara

Vinsamlegast hafðu samband við help@tulipop.com ef varan frá okkur er gölluð á einhvern hátt. Láttu okkur vita pöntunarnúmerið, hvað er að vörunni og sendu með myndir af gallanum, ef hægt er.

Þegar um gallaða vöru er að ræða bjóðum við viðskiptavinum upp á að fá annað eintak af sömu vöru og í sumum tilvikum endurgreiðslu eða afslátt. Þessi tilvik verða dæmd eftir umfangi galla.

Aðeins er tekið við gölluðum vörum ef þær hafa verið notaðar eins og tilætlast er af þeim. Þetta gildir ekki um eðlilegt slit eða ef varan hefur orðið fyrir slæmri meðhöndlun að mati starfsfólks Tulipop.

Röng vara

Ef þú fékkst ranga vöru senda eða ef það vantaði vöru í sendinguna þína er best að hafa samband strax við help@tulipop.com. Sendu með pöntunarnúmer og upplýsingar um pönunina þína. Við gerum okkar besta til að leiðrétta mistökin fljótt og örugglega.

Ef eitthvað er óljóst varðandi vöruskil skaltu ekki hika við að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið help@tulipop.com.